þriðjudagur, 8. júlí 2008

Misskilin reglugerð frá Dublin

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Útlendingastofnun, sem heyrir undir ráðuneytið, halda áfram að misskilja Dyflinar-reglugerðina um meðhöndlun flóttamanna. Reglan er nú hluti af Schengen-samningnum.

Þegar innra eftirlit var afnumið með Schengen-sáttmálanaum innan Evrópusambandsins árið 1997 (Ísland varð fullgildur aðili 2001) þurfti um leið að tryggja að málefni flóttamanna yrðu einhvers staðar meðhöndluð og brýnt þótti að koma í veg fyrir að ríki gætu sent flóttamenn fram og til baka eða áfram til annarra ríkja án þess að mál þeirra yrðu tekin til afgreiðslu og fría sig þannig ábyrð á flóttamannavandanum. Því var sett sú skylda á hendur þess ríkis sem flóttamaðurinn kemur fyrst til inn á svæðið að það verði að taka mál hans til skoðunar.

Þar með var komin sú heimild sem íslensk stjórnvöld vísa nú til, að unnt er að senda flóttamann til baka til þess ríkis í Schengen sem hann kom fyrst til.

Þessi skylda sem sett á herðar fyrsta ríkis til meðhöndlunar máls kemur hins vegar alls ekki í veg fyrir að annað ríki, til að mynda þar sem flóttamaðurinn er staddur, meðhöndli mál hans þótt hann hafi millilent annars staðar áður. Hér er einungis verið að tryggja að mál hans sé einhvers staðar meðhöndlað.

Á ensku er markmiðið orðað svona; "to avoid situations where refugees were shuttled from one Member State to another, with none accepting responsibility."

Nánar um Dyflinar-reglugerðina hér.