Er á leið til útlanda í fyrramálið. Evran er komin 150 og sú danska slær í tuttugu kallinn. Algengt verð á pylsu í miðborg Köben er DKK 25, sem gerir þá heilar 500 íslenskar krónur!
Einu sinni var ódýrt að vera í útlöndum en nú er Ísland komið á brunútsölu. En það eina sem íslenskum stjórnvöldum dettur í hug er að halda áfram að pönkast á Baugsmönnum og vinna að framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
En hvernig væri nú, segjum, að einbeita sér að blessaðri krónunni! Sem er allt lifandi að drepa í íslenskum efnahag dagsins í dag.
þriðjudagur, 30. september 2008
mánudagur, 29. september 2008
Svolítið sérstakt
Óneitanlega svolítið sérstakt að sami maður og stóð að einkavæðingu bankakerfisins þegar hann var forsætisráðherra skuli nú standa að þjóðnýtingu þeirra sem seðlabankastjóri.
miðvikudagur, 24. september 2008
Krónan, glærur og hærur
Grey krónan heldur áfram að leka niður á við í dag, farin að vera æði lasleg blessunin. Ég var ekki eini frummælandinn á ráðstefnu viðskiptaráðuneytisins í gær sem lýsti áhyggjum af stöðu hennar.
Þrátt fyrir að fyrirlesarar kæmu úr fjórum fræðigreinum, lögfræði, hagfræði, stjórnmálafræði og viðskiptafræði var sterkur samhljómur í erindum allra, - sér í lagi hvað viðvíkur því að atvinnulífið virðist vera farið að taka upp í evru í stað krónu í þónokkru mæli, þvert á stefnu stjórnvalda. Þessi þróun er varhugaverð og stjórnvöld ættu að reyna að bregðast við henni með einhverjum hætti.
Á ráðstefnunni lagði ég fram vinnudrög að grein sem verður fullkláruð á næstu vikum og svo gefin á bók á vegum viðskiptaráðuneytisins á næstunni. Greinardrögin eru hér. Allar ábendingar eru vel þegnar.
Glærurnar sem ég byggði erindi mitt á eru hér. Og nánari upplýsingar um ráðstefnuna og erindi kollega minna hér.
Þrátt fyrir að fyrirlesarar kæmu úr fjórum fræðigreinum, lögfræði, hagfræði, stjórnmálafræði og viðskiptafræði var sterkur samhljómur í erindum allra, - sér í lagi hvað viðvíkur því að atvinnulífið virðist vera farið að taka upp í evru í stað krónu í þónokkru mæli, þvert á stefnu stjórnvalda. Þessi þróun er varhugaverð og stjórnvöld ættu að reyna að bregðast við henni með einhverjum hætti.
Á ráðstefnunni lagði ég fram vinnudrög að grein sem verður fullkláruð á næstu vikum og svo gefin á bók á vegum viðskiptaráðuneytisins á næstunni. Greinardrögin eru hér. Allar ábendingar eru vel þegnar.
Glærurnar sem ég byggði erindi mitt á eru hér. Og nánari upplýsingar um ráðstefnuna og erindi kollega minna hér.
þriðjudagur, 23. september 2008
Er sjálfkrafa evruvæðing hafin?
Viðskiptaráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu í hádeginu í dag um evrumál. Yfirskriftin er: Evra á Íslandi. Hvort, hvernig, hvenær?
Mitt erindi fjallar um hvort sjálfkrafa evruvæðing sé hugsanlega hafin. Erindið byggist á úttekt sem ég hef verið að vinna fyrir Viðskiptaráðuneytið og kemur út á næstu vikum.
Ágripið er svona:
Ýmislegt bendir til að evran sé nú þegar farin að vætla inn í íslenskt efnahagslíf, þvert á stefnu stjórnvalda. Fyrirtæki eru í auknu mæli farin að gera upp bækur sínar í evrum og undirbúa jafnframt skráningu hlutafjár í Evrópumyntinni. Þá hafa lántökur og launagreiðslur aukist í evrum auk þess sem bæði vöru- og þjónustuviðskipti eru síoftar gerð í evrum. Þrýstingurinn á upptöku evru á rætur að rekja í þátttöku Íslands á innri markaði ESB í gegnum EES-samninginn frá árinu 1994. Um er að ræða kerfisbundinn þrýsting sem þræðir sig eftir víxlerkunaráhrifum ný-virknihyggjunnar. Óvíst er að innlend stjórnvöld hafi nauðsynleg tæki til að verjast sjálfvirkri evruvæðingu sem að takmörkuðu leyti er nú þegar er farin af stað. En sjálfkrafa innleiðing evru er versta tegund evruvæðingar sem völ er á.
Sjá dagskrá ráðstefnunnar hér.
Mitt erindi fjallar um hvort sjálfkrafa evruvæðing sé hugsanlega hafin. Erindið byggist á úttekt sem ég hef verið að vinna fyrir Viðskiptaráðuneytið og kemur út á næstu vikum.
Ágripið er svona:
Ýmislegt bendir til að evran sé nú þegar farin að vætla inn í íslenskt efnahagslíf, þvert á stefnu stjórnvalda. Fyrirtæki eru í auknu mæli farin að gera upp bækur sínar í evrum og undirbúa jafnframt skráningu hlutafjár í Evrópumyntinni. Þá hafa lántökur og launagreiðslur aukist í evrum auk þess sem bæði vöru- og þjónustuviðskipti eru síoftar gerð í evrum. Þrýstingurinn á upptöku evru á rætur að rekja í þátttöku Íslands á innri markaði ESB í gegnum EES-samninginn frá árinu 1994. Um er að ræða kerfisbundinn þrýsting sem þræðir sig eftir víxlerkunaráhrifum ný-virknihyggjunnar. Óvíst er að innlend stjórnvöld hafi nauðsynleg tæki til að verjast sjálfvirkri evruvæðingu sem að takmörkuðu leyti er nú þegar er farin af stað. En sjálfkrafa innleiðing evru er versta tegund evruvæðingar sem völ er á.
Sjá dagskrá ráðstefnunnar hér.
mánudagur, 22. september 2008
Singing bee
Er nú svo komið að ég er farin að kvarta undan málfari í íslensku sjónvarpi. Ég veit að það er voðalega miðaldra af mér en semsé, á Skjá einum er sjónvarpsþáttur sem stjórnendur stöðvarinnar hafa ákveðið að kalla Singing bee, eflaust vegna þess að fyrirmyndin heitir það á ensku.
Þetta er ugglaust fyrirtaks skemmtun, handviss um að þátturinn muni falla sjónvarpsáhorfendum vel í geð, sem syngi með heima í stofu.
En óttalegt metnaðarleysi er það nú samt að þýða ekki heiti þáttarins. Það ætti ekki að vera mjög flókið. Til að mynda eitthvað í þessum dúr:
Þetta er ugglaust fyrirtaks skemmtun, handviss um að þátturinn muni falla sjónvarpsáhorfendum vel í geð, sem syngi með heima í stofu.
En óttalegt metnaðarleysi er það nú samt að þýða ekki heiti þáttarins. Það ætti ekki að vera mjög flókið. Til að mynda eitthvað í þessum dúr:
- Söngfuglinn
- Dægurflugan
- Syngdu betur!
- Söngvaseiður
- Syngdu með
- Eiginlega hvað sem er, annað en ........ ...
föstudagur, 19. september 2008
Hagstjórn umvöndunar
Hver ætli viðbrögðin yrðu ef vinnuveitandinn kæmi til okkar einn daginn, segjum á meðan við værum á kafi í bráðmikilvægu verkefni sem miklu skipti fyrir reksturinn, og segði okkur, bara sísona yfir morgunkaffinu, að vegna ógnarmistaka stjórnenda fyrirtækisins yrði að lækka launin okkar um nálega helming? Að vísu ætli stjórnendurnir ekki að lækka ofurlaunin sín, en myndu þó af einskærum rausnarskap afsala sér öllum bónusum um stundarsakir.
Hvernig ætli við myndum bregðast við? Ætli við myndum láta duga að ypta öxlum og segja kannski, sei, sei, það verður þá bara svo að vera. Ætli það? Eða myndum við kannski fara að skima um eftir nýju starfi? Jú, ætli það verði ekki teljast líklegt.
Ekki benda á mig
Nú er það svo að íslenska þjóðarbúið er eiginlega í þessari stöðu. Krónan, blessunin, hefur fallið um nálega helming á innan við ári með tilheyrandi kjaraskerðingu. En það er erfitt að segja upp sem Íslendingur. Að vísu er hægt að flytja úr landi, eins og Pólverjarnir sem nú eru víst í löngum röðum í Leifstöð með farmiða aðra leið í uppsveifluna í Varsjá, Krakow og Gdansk. En fyrir okkur flest er það meiriháttar mál að yfirgefa ættjörðina á efnahagslegum forsendum.
Seðlabankinn og forsætisráðherrann segja að vísu að ástandið sé ekkert skárra í útlöndum, að fall krónunnar sé tilkomið vegna alþjóðlegu lausafjárkrísunnar sem eigi upptök í Bandaríkjunum, en ekki vegna mistaka í hagstjórninni innanlands, því sé ekki við þá að sakast. Í Fréttablaðinu í gær sagði forsætisráðherrann að fjármálakrísan hafi „víða haft meiri afleiðingar en hér á landi.“
Innanmein
En bíðum nú rétt aðeins við. Hvernig stendur þá á því að íslenska krónan fellur langt umfram aðrar myntir? Gengið, sem hefur verið í frjálsu falli, mælir hlutfallslega stöðu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Ef efnahagsvandin er bandarískur, hvernig stendur þá á því að íslenska krónan hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal undanfarið misseri?
Getur kannski verið að skýringa á illri stöðu krónunnar sé að leita í tilteknu innanmeini í hagstjórn undanfarinna ára? Og að til viðbótar bætist kerfisvandi við að halda úti minnsta gjaldmiðli í heimi sem hafður er á frjálsu floti í brotsjó hins alþjóðlega fjármálakerfis? Já, það skildi þó aldrei vera, að vandinn sé að mestu heimatilbúinn.
Fall ársfjórðungslega
Hvort tveggja er hægt að takast á við með stjórnmálalegum aðgerðum innanlands. Ekki aðeins hagstjórnina með almennilegu aðhaldi, heldur einnig peningastefnuna. Til að mynda mætti byrja á að skipa alvöru fagmenn í vel skilgreinda peningastefnunefnd, í stað þess að láta fyrrum stjórnmálamenn véla um peningamálin í rammpólitískum seðlabanka. En því miður hafa yfirvöld efnahagsmála frekar treyst á hagstjórn umvöndunar.
Fyrst voru erlendar greiningardeildir húðskammaðar fyrir að gera fáeinar athugsemdir við íslenskt efnahagslíf í ársbyrjun 2006. Næst var það Danske bank sem var sagður illa innrættur, og svo fengu alþjóðlegir vogunarsjóðir óbótaskammir fyrir að skjóta krónuna í kaf á fyrri hluta þessa árs. En nú er einna helst vandað um við viðskiptabankana sem virðast ekki kunna annað ráð til að bæta stöðu sína en að senda krónuna í góða dýfu í hvert sinn sem kominn er tíma á nýtt ársfjórðungsuppgjör. Svona, hættiði þessu vondu strákar, segja landsfeðurnir og búast til að slá á útrétta putta.
En því miður fyrir íslenskt launafólk, þá hlusta hnattvæddir fjármálafurstar voðalega lítið á skammir íslenskra stjórnmálamanna. Líkast til of uppteknir við að skoða netreikninginn sinn á Cayman-eyju.
24 stundir, 19. september 2008
Hvernig ætli við myndum bregðast við? Ætli við myndum láta duga að ypta öxlum og segja kannski, sei, sei, það verður þá bara svo að vera. Ætli það? Eða myndum við kannski fara að skima um eftir nýju starfi? Jú, ætli það verði ekki teljast líklegt.
Ekki benda á mig
Nú er það svo að íslenska þjóðarbúið er eiginlega í þessari stöðu. Krónan, blessunin, hefur fallið um nálega helming á innan við ári með tilheyrandi kjaraskerðingu. En það er erfitt að segja upp sem Íslendingur. Að vísu er hægt að flytja úr landi, eins og Pólverjarnir sem nú eru víst í löngum röðum í Leifstöð með farmiða aðra leið í uppsveifluna í Varsjá, Krakow og Gdansk. En fyrir okkur flest er það meiriháttar mál að yfirgefa ættjörðina á efnahagslegum forsendum.
Seðlabankinn og forsætisráðherrann segja að vísu að ástandið sé ekkert skárra í útlöndum, að fall krónunnar sé tilkomið vegna alþjóðlegu lausafjárkrísunnar sem eigi upptök í Bandaríkjunum, en ekki vegna mistaka í hagstjórninni innanlands, því sé ekki við þá að sakast. Í Fréttablaðinu í gær sagði forsætisráðherrann að fjármálakrísan hafi „víða haft meiri afleiðingar en hér á landi.“
Innanmein
En bíðum nú rétt aðeins við. Hvernig stendur þá á því að íslenska krónan fellur langt umfram aðrar myntir? Gengið, sem hefur verið í frjálsu falli, mælir hlutfallslega stöðu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Ef efnahagsvandin er bandarískur, hvernig stendur þá á því að íslenska krónan hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal undanfarið misseri?
Getur kannski verið að skýringa á illri stöðu krónunnar sé að leita í tilteknu innanmeini í hagstjórn undanfarinna ára? Og að til viðbótar bætist kerfisvandi við að halda úti minnsta gjaldmiðli í heimi sem hafður er á frjálsu floti í brotsjó hins alþjóðlega fjármálakerfis? Já, það skildi þó aldrei vera, að vandinn sé að mestu heimatilbúinn.
Fall ársfjórðungslega
Hvort tveggja er hægt að takast á við með stjórnmálalegum aðgerðum innanlands. Ekki aðeins hagstjórnina með almennilegu aðhaldi, heldur einnig peningastefnuna. Til að mynda mætti byrja á að skipa alvöru fagmenn í vel skilgreinda peningastefnunefnd, í stað þess að láta fyrrum stjórnmálamenn véla um peningamálin í rammpólitískum seðlabanka. En því miður hafa yfirvöld efnahagsmála frekar treyst á hagstjórn umvöndunar.
Fyrst voru erlendar greiningardeildir húðskammaðar fyrir að gera fáeinar athugsemdir við íslenskt efnahagslíf í ársbyrjun 2006. Næst var það Danske bank sem var sagður illa innrættur, og svo fengu alþjóðlegir vogunarsjóðir óbótaskammir fyrir að skjóta krónuna í kaf á fyrri hluta þessa árs. En nú er einna helst vandað um við viðskiptabankana sem virðast ekki kunna annað ráð til að bæta stöðu sína en að senda krónuna í góða dýfu í hvert sinn sem kominn er tíma á nýtt ársfjórðungsuppgjör. Svona, hættiði þessu vondu strákar, segja landsfeðurnir og búast til að slá á útrétta putta.
En því miður fyrir íslenskt launafólk, þá hlusta hnattvæddir fjármálafurstar voðalega lítið á skammir íslenskra stjórnmálamanna. Líkast til of uppteknir við að skoða netreikninginn sinn á Cayman-eyju.
24 stundir, 19. september 2008
laugardagur, 13. september 2008
Á höfuðið
Í þau fáu skipti sem maður fær að dvelja svolítið í útlöndum nennir maður ekki alltaf að fylgjast náið með fréttum á Íslandi, - jafnvel þótt aðgangur sé góður í gegnum net og farsíma.
Þegar ég kom heim í gær og opnaði fyrir fréttir útvarps var sagt frá innrás lögreglu inn á heimili hælisleitenda í Reykjanesbæ.
Ég get ekki sagt að það hafi komið mér sérlega á óvart en svo virðist sem löggæsluyfirvöld líti enn á hælisleitendur sem einskonar glæpamenn, allt þar til sakleysi þeirra er sannað.
Lögreglan segist hafa grunað fáeina hælisleitendur um græsku og ákvað af þeim sökum, að eigin sögn, að ráðast einnig inn hjá öllum hinum, - sem þó lágu ekki undir neinum rökstuddum grun. Hér er einni mikilvægust réttarreglu lýðræðisríkja, að menn skuli álitnir saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð, snúið á höfuðið. Eða hvernig er annars hægt að skýra þá ákvörðun að gera húsleit hjá heilum hópi manna vegna gruns um mögulegt brot óviðkomandi fólks?
Hvað myndu menn til að mynda segja ef lögreglan myndi ráðast inn heimili allra Reyðfirðinga, svo dæmi sé tekið, vegna þess eins að tilteknir einstaklinir í bænum lægju undir grun um ótilgreind afbrot?
Þegar ég kom heim í gær og opnaði fyrir fréttir útvarps var sagt frá innrás lögreglu inn á heimili hælisleitenda í Reykjanesbæ.
Ég get ekki sagt að það hafi komið mér sérlega á óvart en svo virðist sem löggæsluyfirvöld líti enn á hælisleitendur sem einskonar glæpamenn, allt þar til sakleysi þeirra er sannað.
Lögreglan segist hafa grunað fáeina hælisleitendur um græsku og ákvað af þeim sökum, að eigin sögn, að ráðast einnig inn hjá öllum hinum, - sem þó lágu ekki undir neinum rökstuddum grun. Hér er einni mikilvægust réttarreglu lýðræðisríkja, að menn skuli álitnir saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð, snúið á höfuðið. Eða hvernig er annars hægt að skýra þá ákvörðun að gera húsleit hjá heilum hópi manna vegna gruns um mögulegt brot óviðkomandi fólks?
Hvað myndu menn til að mynda segja ef lögreglan myndi ráðast inn heimili allra Reyðfirðinga, svo dæmi sé tekið, vegna þess eins að tilteknir einstaklinir í bænum lægju undir grun um ótilgreind afbrot?
fimmtudagur, 11. september 2008
Kannski ég fari að koma mér heim
Ég hef að vísu ekki gert á því nákvæma vísindalega rannsókn en einhvern vegin finnst mér eins og að krónan falli í hvert sinn sem ég fer til útlanda.
Veit þó ekki hvers vegna.
Nú er ég í Brussel og krónan búin að taka enn eina dýfuna. Kannski ég fari að koma mér heim.
Veit þó ekki hvers vegna.
Nú er ég í Brussel og krónan búin að taka enn eina dýfuna. Kannski ég fari að koma mér heim.
föstudagur, 5. september 2008
Miriam Weber
Það var gamlárskvöld og 1969 um það bil að ganga í garð. Hún var í lestinni á leiðinni heim til sín í Leipzig þegar hún tók eftir hvað landamærin voru óvanalega útbúin á þessum stað. Skipuleggjendur í gamla Austur-Þýskalandi pössuðu sig yfirleitt á að láta lestarlínur ekki liggja nálægt landamærunum við Vestur-Þýskaland og alls ekki upp að Berlínarmúrnum sem þeir kölluðu raunar aldrei annað andfasíska friðarskilrúmið.
Undantekningin var hérna við Bornholmer brú í útjaðri Berlínar þar sem landamærin láu formlega á milli lestarlínanna. Það var dimmt en í geislum skoteldanna á vesturhimni sá hún að handan grænmetisgarðana sem útvaldir fengu að rækta tók við vírahrúga og steypuklumpar og svo sjálfur múrinn. Vanalega var heilmikill vírveggur austanmegin, svo kom dauðasvæðið með öllum sínum banvænu hindrunum og svo loks steinsteyptur múr sem var ysta lagið mót vestri. Þann múr gat hún semsé séð í gegnum lestargluggann.
Hún steig út úr lestinni, fikraði sig niður að grænmetisgörðunum, klifraði yfir grindverkin sem skildu grænmetisgarðana að og fikraði sig nær múrnum sem var í um það bil hundrað og fimmtíu metra fjarlægð. Í raun var hún heppin að vera ekki handtekin þá þegar því landamæraverðirnir voru allt um kring, gráir fyrir járnum. En það var fyrst núna sem hún tók eftir þeim gangandi eftir dauðasvæðinu með hundana sína.
Fyrir utan landamæraverðina og hungraða hunda stóð í vegi hennar himinhátt limgerði, ljóskastarar sem færðust óreglulega til eftir svæðinu, upprúllaður gaddavír á trjádrumbum og loks djúpa sendna svæðið sem lá upp að vesturmúrnum. Einhvernvegin tókst henni að troða sér yfir þéttriðið limgerðið og fikra sig svo út á sandinn. Hún fór sér hægt svo verðirnir yrðu hennar ekki varir og skreið yfir hverja hindrunina á fætur annarri og var komin alla leið upp að múrnum þegar þeir sáu hana. Hún sá ljósin og heyrði glasaglauminn vestan megin áður en hún var send rakleiðis aftur í fangelsið.
Óvinur ríkisins
Miriam var aðeins sextán ára gömul og þá þegar orðin að óvini ríkisins, eins og Anna Funder segir svo vel frá í bók sinni Stasiland. Af ótta við samskonar upplausn og varð í Prag vorið 1968 hófu austurþýsk stjórnvöld að herða tökin, ekki síst í Leipzig þar sem Miriam bjó. Öryggislögreglan réðist meðal annars til atlögu við gömlu háskólakirkjuna í miðborginni sem einn daginn var jöfnuð við jörðu, andófsmenn voru handteknir og eftirlit hert til muna.
Miriam og Ursula, vinkona hennar, voru engir sérstakir andkommúnistar en þær vildu gjarnan mótmæla aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsinu og öðrum mannréttindum og útbjuggu í þeim tilgangi lítinn bækling sem þær hengdu upp á ljósastaura í hverfinu sínu og dreifðu í hús eina nóttina. Í bréfinu hvöttu þær íbúa Leipzig að láta í sér heyra og gera athugasemdir við framferði stjórnvalda.
Þetta var auðvitað kolólöglegt athæfi og brátt bárust böndin að þeim stöllum. Skömmu síðar voru þær handteknar og færðar í fangelsi þar sem þær máttu dúsa í einangrun mánuðum saman þar sem þær voru beittar grimmilegu harðræði. Enginn fékk að heimsækja þær, fengu ekkert að lesa og ekkert að sjá annað en miksunarlitla fulltrúa ríkisins. Og aldrei að hringja. Því var kannski ekki nema von að Miriam skildi hafa freistast til að klífa múrinn þegar hún sá tækifæri til þess skömmu eftir að hún losnaði úr fangelsinu.
Eftir uppákomuna átti hin sextán ára Miriam fáa möguleika á að finna hæfileikum sínum viðnám, meinað að stunda háskólanám með félögum sínum og fékk hvergi vinnu nema í ömurlegustu skítastörfum og lifði svo það sem eftir var undir stöðugu eftirliti öryggisþjónustu austurþýska alþýðulýðveldisins, - allt þar til að múrinn var rifinn niður að kveldi dags 9. nóvember 1989.
24 stundir, 5. september 2008.
Undantekningin var hérna við Bornholmer brú í útjaðri Berlínar þar sem landamærin láu formlega á milli lestarlínanna. Það var dimmt en í geislum skoteldanna á vesturhimni sá hún að handan grænmetisgarðana sem útvaldir fengu að rækta tók við vírahrúga og steypuklumpar og svo sjálfur múrinn. Vanalega var heilmikill vírveggur austanmegin, svo kom dauðasvæðið með öllum sínum banvænu hindrunum og svo loks steinsteyptur múr sem var ysta lagið mót vestri. Þann múr gat hún semsé séð í gegnum lestargluggann.
Hún steig út úr lestinni, fikraði sig niður að grænmetisgörðunum, klifraði yfir grindverkin sem skildu grænmetisgarðana að og fikraði sig nær múrnum sem var í um það bil hundrað og fimmtíu metra fjarlægð. Í raun var hún heppin að vera ekki handtekin þá þegar því landamæraverðirnir voru allt um kring, gráir fyrir járnum. En það var fyrst núna sem hún tók eftir þeim gangandi eftir dauðasvæðinu með hundana sína.
Fyrir utan landamæraverðina og hungraða hunda stóð í vegi hennar himinhátt limgerði, ljóskastarar sem færðust óreglulega til eftir svæðinu, upprúllaður gaddavír á trjádrumbum og loks djúpa sendna svæðið sem lá upp að vesturmúrnum. Einhvernvegin tókst henni að troða sér yfir þéttriðið limgerðið og fikra sig svo út á sandinn. Hún fór sér hægt svo verðirnir yrðu hennar ekki varir og skreið yfir hverja hindrunina á fætur annarri og var komin alla leið upp að múrnum þegar þeir sáu hana. Hún sá ljósin og heyrði glasaglauminn vestan megin áður en hún var send rakleiðis aftur í fangelsið.
Óvinur ríkisins
Miriam var aðeins sextán ára gömul og þá þegar orðin að óvini ríkisins, eins og Anna Funder segir svo vel frá í bók sinni Stasiland. Af ótta við samskonar upplausn og varð í Prag vorið 1968 hófu austurþýsk stjórnvöld að herða tökin, ekki síst í Leipzig þar sem Miriam bjó. Öryggislögreglan réðist meðal annars til atlögu við gömlu háskólakirkjuna í miðborginni sem einn daginn var jöfnuð við jörðu, andófsmenn voru handteknir og eftirlit hert til muna.
Miriam og Ursula, vinkona hennar, voru engir sérstakir andkommúnistar en þær vildu gjarnan mótmæla aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsinu og öðrum mannréttindum og útbjuggu í þeim tilgangi lítinn bækling sem þær hengdu upp á ljósastaura í hverfinu sínu og dreifðu í hús eina nóttina. Í bréfinu hvöttu þær íbúa Leipzig að láta í sér heyra og gera athugasemdir við framferði stjórnvalda.
Þetta var auðvitað kolólöglegt athæfi og brátt bárust böndin að þeim stöllum. Skömmu síðar voru þær handteknar og færðar í fangelsi þar sem þær máttu dúsa í einangrun mánuðum saman þar sem þær voru beittar grimmilegu harðræði. Enginn fékk að heimsækja þær, fengu ekkert að lesa og ekkert að sjá annað en miksunarlitla fulltrúa ríkisins. Og aldrei að hringja. Því var kannski ekki nema von að Miriam skildi hafa freistast til að klífa múrinn þegar hún sá tækifæri til þess skömmu eftir að hún losnaði úr fangelsinu.
Eftir uppákomuna átti hin sextán ára Miriam fáa möguleika á að finna hæfileikum sínum viðnám, meinað að stunda háskólanám með félögum sínum og fékk hvergi vinnu nema í ömurlegustu skítastörfum og lifði svo það sem eftir var undir stöðugu eftirliti öryggisþjónustu austurþýska alþýðulýðveldisins, - allt þar til að múrinn var rifinn niður að kveldi dags 9. nóvember 1989.
24 stundir, 5. september 2008.
þriðjudagur, 2. september 2008
Óvéfengjanleg sérstaða þjóðarinnar
Það voru semsé tvær greinar sem birtust eftir mig í Tímariti um félagsvísindi / Bifröst Journal of Social Science fyrir helgi. Sú fyrri var um þjóðernishugmyndir Íslendinga og afstöðuna til Evrópu (sjá fyrri færslu) en sú síðari er undir titlinum Óvéfengjanleg sérstaða þjóðarinnar: greining á þingræðum í aðdraganda EFTA-aðildarinnar 1970.
Útdrátturinn er svona:
Deilan um tengsl Íslands við Evrópusamrunann hefur verið meðal helstu álitaefna í íslenskum stjórnmálum. Hér er umræðan í aðdraganda EFTA-aðildarinnar, sem varð árið 1970, tekin til skoðunar. Þrátt fyrir að þingmenn hafi gjarnan leitast við að beita fyrir sig efnahagslegum rökum þá var einnig stutt í röksemdir sem öllu heldur tengdust hugmyndum um fullveldi þjóðarinnar og sérstöðu landsins. Röksemdir sem vísuðu til sjálfstæðisbaráttunnar og íhaldssamra hugmynda um þjóðinna urðu þannig eins konar undirlag undir efnahagsrökin. Þetta átti jafnt við um þá sem töluðu fyrir og gegn EFTA-aðild.
Greinin í heild er hér.
Útdrátturinn er svona:
Deilan um tengsl Íslands við Evrópusamrunann hefur verið meðal helstu álitaefna í íslenskum stjórnmálum. Hér er umræðan í aðdraganda EFTA-aðildarinnar, sem varð árið 1970, tekin til skoðunar. Þrátt fyrir að þingmenn hafi gjarnan leitast við að beita fyrir sig efnahagslegum rökum þá var einnig stutt í röksemdir sem öllu heldur tengdust hugmyndum um fullveldi þjóðarinnar og sérstöðu landsins. Röksemdir sem vísuðu til sjálfstæðisbaráttunnar og íhaldssamra hugmynda um þjóðinna urðu þannig eins konar undirlag undir efnahagsrökin. Þetta átti jafnt við um þá sem töluðu fyrir og gegn EFTA-aðild.
Greinin í heild er hér.
mánudagur, 1. september 2008
Þjóðernishugmyndir Íslendinga og ...
Nýverið birtust eftir mig tvær greinar í fræðiritinu Tímarit um félagsvísindi / Bifröst Journal of Social Science. Sú fyrir heitir Þjóðernishugmyndir Íslendinga og afstaðan til Evrópu.
Útdrátturinn er svona:
Íslenska þjóðernisstefnan sem varð til á nítjándu öld og fyrri hluta tuttugustu aldar var sumpart frábrugðin þeirri sem þróaðist víðast hvar annars staðar í Evrópu í kjölfar upplýsingarinnar. Íslenska þjóðríkið var að vissu leyti frekar grundvallað á sjálfstæði þjóðarinnar og einkar sterkri þjóðerniskennd heldur en á rétti einstaklinga. Eigi að síður var sjálfstæðisbarátta Íslendinga órofa hluti af alþjóðlegri þróun. Óttinn við að glata fullveldinu hefur allar götur frá því að fullveldið fékkst litað íslenska stjórnmálaumræðu og þjóðernisstefnan hefur gegnt lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Ekki síst sökum þessarar sérstöku þjóðernisstefnu getur verið erfitt fyrir íslenska stjórnmálamenn að tala fyrir aðild að Evrópusambandinu.
Greinin í heild er hér.
Útdrátturinn er svona:
Íslenska þjóðernisstefnan sem varð til á nítjándu öld og fyrri hluta tuttugustu aldar var sumpart frábrugðin þeirri sem þróaðist víðast hvar annars staðar í Evrópu í kjölfar upplýsingarinnar. Íslenska þjóðríkið var að vissu leyti frekar grundvallað á sjálfstæði þjóðarinnar og einkar sterkri þjóðerniskennd heldur en á rétti einstaklinga. Eigi að síður var sjálfstæðisbarátta Íslendinga órofa hluti af alþjóðlegri þróun. Óttinn við að glata fullveldinu hefur allar götur frá því að fullveldið fékkst litað íslenska stjórnmálaumræðu og þjóðernisstefnan hefur gegnt lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Ekki síst sökum þessarar sérstöku þjóðernisstefnu getur verið erfitt fyrir íslenska stjórnmálamenn að tala fyrir aðild að Evrópusambandinu.
Greinin í heild er hér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)