þriðjudagur, 2. september 2008

Óvéfengjanleg sérstaða þjóðarinnar

Það voru semsé tvær greinar sem birtust eftir mig í Tímariti um félagsvísindi / Bifröst Journal of Social Science fyrir helgi. Sú fyrri var um þjóðernishugmyndir Íslendinga og afstöðuna til Evrópu (sjá fyrri færslu) en sú síðari er undir titlinum Óvéfengjanleg sérstaða þjóðarinnar: greining á þingræðum í aðdraganda EFTA-aðildarinnar 1970.

Útdrátturinn er svona:

Deilan um tengsl Íslands við Evrópusamrunann hefur verið meðal helstu álitaefna í íslenskum stjórnmálum. Hér er umræðan í aðdraganda EFTA-aðildarinnar, sem varð árið 1970, tekin til skoðunar. Þrátt fyrir að þingmenn hafi gjarnan leitast við að beita fyrir sig efnahagslegum rökum þá var einnig stutt í röksemdir sem öllu heldur tengdust hugmyndum um fullveldi þjóðarinnar og sérstöðu landsins. Röksemdir sem vísuðu til sjálfstæðisbaráttunnar og íhaldssamra hugmynda um þjóðinna urðu þannig eins konar undirlag undir efnahagsrökin. Þetta átti jafnt við um þá sem töluðu fyrir og gegn EFTA-aðild.

Greinin í heild er hér.