mánudagur, 1. september 2008

Þjóðernishugmyndir Íslendinga og ...

Nýverið birtust eftir mig tvær greinar í fræðiritinu Tímarit um félagsvísindi / Bifröst Journal of Social Science. Sú fyrir heitir Þjóðernishugmyndir Íslendinga og afstaðan til Evrópu.

Útdrátturinn er svona:

Íslenska þjóðernisstefnan sem varð til á nítjándu öld og fyrri hluta tuttugustu aldar var sumpart frábrugðin þeirri sem þróaðist víðast hvar annars staðar í Evrópu í kjölfar upplýsingarinnar. Íslenska þjóðríkið var að vissu leyti frekar grundvallað á sjálfstæði þjóðarinnar og einkar sterkri þjóðerniskennd heldur en á rétti einstaklinga. Eigi að síður var sjálfstæðisbarátta Íslendinga órofa hluti af alþjóðlegri þróun. Óttinn við að glata fullveldinu hefur allar götur frá því að fullveldið fékkst litað íslenska stjórnmálaumræðu og þjóðernisstefnan hefur gegnt lykilhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Ekki síst sökum þessarar sérstöku þjóðernisstefnu getur verið erfitt fyrir íslenska stjórnmálamenn að tala fyrir aðild að Evrópusambandinu.

Greinin í heild er hér.