þriðjudagur, 30. september 2008

Ái

Er á leið til útlanda í fyrramálið. Evran er komin 150 og sú danska slær í tuttugu kallinn. Algengt verð á pylsu í miðborg Köben er DKK 25, sem gerir þá heilar 500 íslenskar krónur!

Einu sinni var ódýrt að vera í útlöndum en nú er Ísland komið á brunútsölu. En það eina sem íslenskum stjórnvöldum dettur í hug er að halda áfram að pönkast á Baugsmönnum og vinna að framboði til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

En hvernig væri nú, segjum, að einbeita sér að blessaðri krónunni! Sem er allt lifandi að drepa í íslenskum efnahag dagsins í dag.