mánudagur, 22. september 2008

Singing bee

Er nú svo komið að ég er farin að kvarta undan málfari í íslensku sjónvarpi. Ég veit að það er voðalega miðaldra af mér en semsé, á Skjá einum er sjónvarpsþáttur sem stjórnendur stöðvarinnar hafa ákveðið að kalla Singing bee, eflaust vegna þess að fyrirmyndin heitir það á ensku.

Þetta er ugglaust fyrirtaks skemmtun, handviss um að þátturinn muni falla sjónvarpsáhorfendum vel í geð, sem syngi með heima í stofu.

En óttalegt metnaðarleysi er það nú samt að þýða ekki heiti þáttarins. Það ætti ekki að vera mjög flókið. Til að mynda eitthvað í þessum dúr:
  • Söngfuglinn
  • Dægurflugan
  • Syngdu betur!
  • Söngvaseiður
  • Syngdu með
  • Eiginlega hvað sem er, annað en ........ ...